*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 10. maí 2017 13:46

Sjöunda Center hótelið í skoðun

Center Hotels hafa til skoðunar að opna sjöunda hótel keðjunnar í miðborginni í húsnæði innheimtufyrirtækisins Motus.

Ritstjórn
Laugavegur 95-99 hýsir innheimtufyrirtækið Motus sem er efst í götunni
Haraldur Guðjónsson

Húsnæði innheimtufyrirtækisins Motus á horni Laugavegar og Snorrabrautar losnar brátt þegar fyrirtækið flytur í haust höfuðstöðvar sínar í nýjan skrifstofuturn á Höfðatorgi. Verktakafyrirtækið Eykt hefur umboð fyrir því að sækja um að breyta húsnæðinu, sem er við Laugaveg 95 til 99, í gististað að því er Morgunblaðið greinir frá.

Ef að yrði, hljóða áformin upp á 101 hótelherbergi í húsinu, og myndu framkvæmdir hefjast síðla þessa árs en hótelrekstur hefjast vorið 2018. Hefur CenterHotels keðjan til skoðunar að hefja þar rekstur sjöunda hótels keðjunnar í miðborg Reykjavíkur.

Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar, segir að rætt hafi verið við nokkrar hótelkeðjur, þar á meðal CenterHotels, um húsnæðið, en engar ákvarðanir hafi þó verið teknar. „Ég veit ekki hvort ég breyti húsinu, hef þar hótel eða áfram skrifstofubyggingu,“ segir Pétur.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is