Fjármagnskostnaður hins opinbera nam rúmum 84 milljörðum króna á síðasta ári. Þetta er fimm milljörðum lægri fjárhæð en reiknað hafði verið með í fjárheimildum.

Heildarútgjöld ríkissjóðs námu um 579 milljörðum króna og lætur því nærri að sjöunda hver króna af heildargjöldum ríkisins hafi farið í vaxtagjöld á síðasta ári.

Árið 2008 nam fjármagnskostnaður hins opinbera 35,5 milljörðum króna og því var aukningin um 138% á milli ára. Með sama hætti má segja að nítjánda hver króna hafi þá runnið í vaxtakostnað. Þessi mikla aukning á fjármagnskostnaði verður rakin til mikilla lántaka ríkissjóðs á árunum 2008 og 2009 í kjölfar falls bankanna.