Ljóst er að miklar efasemdir eru í víðskiptalífinu um framkvæmd og útfærslu hugmynda um eignaumsýslufélag sem tæki yfir stór fyrirtæki með miklar skuldir.

Tillaga um þetta kom frá nefnd sem Mats Josefsson stýrir um endurreisn fjármálakerfisins.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er Josefsson mjög á því að þetta sé eina ráðið til að tryggja að meðhöndlun mikilvægra fyrirtækja verði rétt og að hún skaði ekki bankakerfið frekar.

Innan bankakerfisins eru miklar efasemdir um aðferðafræðina og sömuleiðis hafa samtök atvinnurekenda lagst gegn tillögunum og Samtök atvinnulífsins hafa talað um stóru Ubeygjuna. Svo virðist að með ríkisstjórnarskiptunum hafi skapast sterkari vilji til að fara þessa leið.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .