Sjóvá og Slysavarnafélagið Landsbjörg (SL) hafa gert samning um að Sjóvá verði einn þriggja aðalbakhjarla SL næstu fimm árin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sjóvá.

Einnig munu Sjóvá og SL eiga víðtækt samstarf um forvarnir og tekur það m.a. til tjónagreininga og öryggis félagsmanna og hefur það að markmiði að koma í veg fyrir hverskonar tjón.

Björgunarfólk á Íslandi vinnur oft við erfiðar og hættulegar aðstæður við að bjarga fólki og verðmætum. Sjóvá er stolt af því að vera aðalbakhjarl Slysavarnafélagsins Landsbjargar því starf þess eykur öryggi og lífsgæði okkar allra, segir í fréttatilkynningunni.

Myndin hér til hliðar er frá undirritun samningsins en undir hann skrifuðu Steingrímur Wernersson fyrir hönd Sjóvá og Kristinn Ólafsson fyrir hönd SL. Á myndinni má sjá Steingrím og Kristinn ásamt björgunarfólki frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.