Nýlega var undirritaður samningur um stuðning Sjóvá-Almennra við Visku, hagsmunafélag stúdenta við Háskólann í Reykjavík (HR), sem felur í sér fjárstyrk að upphæð hálf milljón króna. Samningurinn er liður í stefnu Sjóvá-Almennra að leggja góðum málum í íslensku samfélagi lið, en félagið styrkir einnig Íþróttasamband fatlaðra, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Íþróttasamband Íslands, Kvennahlaupið, Listahátíð í Reykjavík og fjölmörg íþróttafélög um land allt.

Hlutverk Visku er að gæta réttinda stúdenta við HR, jafnt innan veggja skólans sem utan, og standa fyrir öflugu félagslífi. Samningur Sjóvá-Almennra og Visku gildir til eins árs og er þetta þriðja árið í röð sem Sjóvá-Almennar styrkja stúdenta skólans með þessum hætti.