Jafnlaunavottun VR staðfestir að búið sé að kerfisbinda launaákvarðanir hjá Sjóvá, koma upp jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum ÍST85:2012 jafnlaunastaðals og að nú verði markvisst fylgst með því að starfsfólki fyrirtækisins sé ekki mismunað í launum eftir kyni.

„Við erum mjög stolt af því að taka við þessari viðurkenningu. Það er hlutverk okkar allra að standa vörð um þau sjálfsögðu réttindi að starfsfólki sé ekki mismunað í launum né öðrum kjörum eftir kyni. Hjá Sjóvá hefur skýr stefna stýrt aðgerðum okkar í jafnréttismálum og Jafnlaunavottun VR er ánægjuleg staðfesting á árangri okkar í þessum málaflokki,“ segir Ágústa B. Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvár, í tilkynningu.

Jafnlaunavottun VR er ætluð fyrirtækjum og stofnunum sem vilja sýna fram á að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki kynjunum.