Stefnt er á að greiða árlegan arð til hluthafa Sjóvár sem nemur að lágmarki 50% af hagn­aði hvers árs eftir skatta.

Stjórn tryggingafélagsins leggur ekki til að greiddur verði arður fyrir árið 2013.

Þetta kom fram í fjárfestakynningu frá Sjóvá í gær í tilefni af fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Útboðið mun hefjast 27. mars næstkomandi og ljúka 31. mars en til sölu verður 23% hlutur í félaginu.

Rætt er við Hermann Björnsson, forstjóra Sjóvár, í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .