Sjóvá mun greiða 2,5 milljarða króna til hluthafa sinna þann 24. nóvember næstkomandi vegna hlutafjárlækkunar sem samþykkt var á hluthafafundi 19. október síðastliðinn. Réttindaleysisdagur er 16. nóvember.

Heildarfjöldi hluta í tryggingafélaginu verður lækkaður um 5%, eða tæpar 66,5 milljónir, úr 1.334,1 milljónum hluta í 1.267,6 milljónir. Á móti fá hluthafar sem fyrr segir greidda alls 2,5 milljarða króna, til samræmis við eignarhlut sinn í félaginu. Hlutir í eigu félagsins sjálfs verða undanskildir útgreiðslu.