*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Innlent 11. nóvember 2021 16:40

Sjóvá greiðir 2,5 milljarða til hluthafa

Sjóvá mun lækka hlutafé um 5% eða 66,5 milljónir, og greiða hluthöfum alls 2,5 milljarða fyrir.

Ritstjórn
Hermann Björnsson er forstjóri Sjóvár.
Baldur Kristjánsson

Sjóvá mun greiða 2,5 milljarða króna til hluthafa sinna þann 24. nóvember næstkomandi vegna hlutafjárlækkunar sem samþykkt var á hluthafafundi 19. október síðastliðinn. Réttindaleysisdagur er 16. nóvember.

Heildarfjöldi hluta í tryggingafélaginu verður lækkaður um 5%, eða tæpar 66,5 milljónir, úr 1.334,1 milljónum hluta í 1.267,6 milljónir. Á móti fá hluthafar sem fyrr segir greidda alls 2,5 milljarða króna, til samræmis við eignarhlut sinn í félaginu. Hlutir í eigu félagsins sjálfs verða undanskildir útgreiðslu.

Stikkorð: Sjóvá