Hlutabréf í Sjóvá hafa hækkað mest allra félaga í Kauphöll Íslands það sem af er ári eða um ríflega 11%. Þá hafa bréf Brims hækkað 9,2%, Skeljungs um 7,7%, Marel um 5,1%, Símans 6%, Eikar um 3,6%, Festi um 2,9% og Icelandair um 2,7%.

Alls hafa bréf 14 af 19 félaga á aðallista kauphallarinnar hækkað í janúarmánuði en fimm lækkað. Mest hafa bréf Sýn fallið um eða 6,7%, þá Haga um 5,2% og VÍS um 3,2%

Sé horft til undanfarinnar þriggja mánaða hafa öll félögin 19 hækkað í verði. Icelandair mest allra eða um 85%, og þá hafa Reitir hækkað um 54%.

Í viðskiptum dagsins, á síðasta viðskiptadegi janúarmánaðar, hækkuðu bréf VÍS um 2,95%, Símans og Kviku um 1,8%, Iceland Seafood um 1,6%, Arion banka og Brims um 1,5%, Reita, Origo og Sjóvá um um það bil 1%, en Origo birti uppgjör sitt fyrir árið 2020 í gær. Þá lækkuðu bréf Sýnar mest allra í dag, eða um 1,1%.

Heildarvelta dagsins með hlutabréf nam 2,3 milljörðum króna í 228 viðskiptum. Mest voru viðskipti með bréf Marel eins og oft áður, og námu þau 570 milljónum króna og þá nam velta með bréf Símans 289 milljónum króna og bréf VÍS 267 milljónum króna.