Gengi bréfa Sjóvá hækkaði mest í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni eða um 2,05% í 894 milljóna króna veltu. Einnig hækkaði gengi bréfa Össurar um 0,83%, VÍS um 0,74% og Regins um 0,34%.

Þá lækkaði gengi bréfa Marels umtalsvert eða um 3,04% í 166 milljóna veltu. HB Grandi lækkaði um 2,56%, Vodafone um 2,11%, Hagar um 1% og TM um 0,64%. Bréf Eimskips lækkuðu talsvert minna í dag en í gær, þegar þau lækkuðu um nær 5%. Í dag nam lækkunin 0,91%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,93% og endaði í 1.133 stigum. Heildarvelta nam 2.357 milljónum króna.