Hagnaður af rekstri Sjóvár fyrstu þrjá mánuði ársins 2015 nam 624 milljónum króna samanborið við 124 milljóna tap árið áður. Þetta kemur fram í uppgjöri fyrsta ársfjórðungs félagsins sem birt var í gær. Þá var samsett hlutfall samstæðunnar 104,3% samanborið við 96,5% á sama tíma í fyrra en tjónahlutfall var um 75,6% samanborið við 64,3% á fyrsta ársfjórðungi 2014. Eigið fé nam 14,4 milljörðum króna samanborið við um 17,8 milljónir um áramót.

„Þrátt fyrir aukna tjónatíðni sem aðallega má rekja til slæms tíðarfars þá vega fjárfestingartekjur það upp en þær voru umfram áætlun,“ segir Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár í tilkynningu. „Hagnaður af vátryggingarekstri nam 55 m.kr. sem verður að teljast viðunandi þegar haft er í huga að óveðurstjón hafa ekki verið fleiri á þessum tíma árs síðan 1991.“