Stórn Sjóvár hefur ákveðið að ráðast í endurkaupaáætlun. Félagið mun kaupa eigið bréf upp á að hámarki 40 milljón hluti, eða sem nemur 2,51% af útgefnum hlutum í félaginu. Markaðsvirði þessa hámarks er nú um 428 milljónir króna.

Hámark hvers tilboðs sem Sjóvá má gera, samkvæmt endurkaupaáætluninni, er 800.000 hlutir. Það eru jafnframt hámarkskaup hvers viðskiptadags.

Afkoma Sjóvár hefur verið undir væntingum upp á síðkastið, en Vðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að vátryggingarekstur hafi gengið erfiðlega undanfarin misseri vegna stýrivaxtahækkana og mikilla tjóna að undanförnu. Slæmt veður í vetur og slæmt ástands vega hefur verið nefnt í því samhengi.

Samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá er ekki ráðist í kaupin vegna þess að stjórn félagsins telji bréfin vera lágt verðlögð um þessar mundir, heldur er endurkaupaáætlunin framkvæmd á grundvelli heimildar sem samþykkt var á síðasta aðalfundi.