Sjóvá Almennar tryggingar hf. hefur keypt í Glitni fyrir 270.250 þúsund krónur, samkvæmt flöggun til Kauphallarinnar. Um er að ræða 11.500.000 hluti á genginu 23,5.

Sjóvá Almenntar er að fullu í eigu Milestone ehf. Eigendur Milestone ehf. eru Karl Wernersson, Steingrímur Wernersson og Ingunn Wernersdóttir.

Milestone ehf. er skráð fyrir 14,66% hlut í hluthafaskrá Glitnis og SJ1 ehf. er skráð fyrir 3,20% hlut. SJ1 ehf. er alfarið í eigu Sjóvá og hefur þann eina tilgang að fjárfesta og ávaxta eignir tryggingarfélagsins.

Í athugasemdum með flögguninni segir:
Steingrímur Wernersson, varamaður í stjórn Glitnis banka hf., situr í stjórn Milestone og á um 32% hlutafjár í félaginu.

Sjóvá Almennar tryggingar hf. kaupa hina seldu hluti. Karl Wernerssonar er stjórnarformaður Sjóvá Almennra trygginga hf., þannig að fjöldi hluta í eigu fruminnherja helst óbreyttur eftir viðskiptin.