Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 0,58%, og fór í 1.776,01 stig, í 1,7 milljarða krónu heildarveltu á hlutabréfamarkaði. Langmestu viðskiptin voru með bréf Marels, eða fyrir tæplega 700 milljónir króna, en þó lækkaði gengi þeirra um 0,95% í viðskiptunum, og nema þau nú 468 krónum.

Mest hækkaði gengi bréfa Sjóvá, eða um 2,99%, upp í 15,5 krónur í 78 milljóna króna viðskiptum. Næst mest var hækkun bréfa VÍS, eða 2,3% og er virði bréfa félagsins nú 11,1 krónur eftir 83 milljóna króna viðskipti.

Gengi bréfa Icelandair lækkaði mest, eða um 3,58% í 215 milljóna króna viðskiptum, fór verðgildi bréfanna niður í 8,07 krónur. Gengi bréfa Eimskips lækkaði svo um 2,02%, niður í 194,5 krónur, í 34 milljóna króna viðskiptum.