Tryggingafélag og fasteignafélag hækkuðu mest í viðskiptum dagsins á hlutabréfamarkaði, en þau námu í heild 1,6 milljarði króna.

Þar á eftir kom Marel sem heldur áfram hækkunartakti sínum, en það hækkaði um 0,98%, upp í 822 krónur, í langmestu viðskiptum dagsins á hlutabréfamarkaði eða fyrir 310,2 milljónir króna.

Í 16 milljarða króna viðskiptum dagsins á hlutabréfamarkaði hækkaði Úrvalsvísitalan um 0,28%, upp í 2.618,14 stig, en þar vega bréf Marel langsamlega mest. Bréf fyrirtækisins hafa hækkað um 13,30% síðustu þrjá mánuði.

Sjóvá Almennar tryggingar hækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 3,08%, upp í 30,10 krónur í 124 milljóna króna viðskiptum. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær hækkuðu þá einnig aðallega tryggingafélög og fasteignafélög, þar af var Sjóvá það félag sem hækkaði mest í dag, en næst mest í gær. Bréf félagsins hafa hækkað um 43,33% síðustu þrjá mánuði.

Tryggingafélagið TM er það félag sem hækkað hefur mest síðasta mánuðinn, eða um nærri fimmtung en eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá stefnir félagið nú að sameiningu við Kviku banka, sem hækkað hefur um nærri 12% á sama tíma.

Bréf bankans lækkuðu hins vegar um 1,16% í dag, sem var þriðja mesta lækkun á bréfum í einu félagi í viðskiptum dagsins. Enduðu þau í 17 krónum eftir 72 milljóna króna viðskipti.

Næst mest hækkun var í dag á bréfum Reita, eða um 1,37%, upp í 74 krónur, í 178 milljóna króna viðskiptum, en bréf félagsins hafa hækkað um tæplega 70% síðustu þrjá mánuði.

Á þeim tíma hefur einungis eitt félag, Eimskip, hækkað meira, eða um ríflega 90%, en það er einmitt félagið sem lækkaði mest í viðskiptum dagsins í dag, eða um 1,52%, niður 259 krónur, í 65 milljóna króna viðskiptum. Bréf Haga lækkuðu næst mest í viðskiptum dagsins, eða um 1,17%, niður í 59,30 krónur, í 23 milljóna króna viðskiptum.

Næst mestu viðskiptin, eða fyrir 196,9 milljónir króna, voru með bréf Arion banka, en þau lækkuðu í þeim um 0,85%, niður í 93,70 krónur. Þriðju mestu viðskiptin voru svo með bréf Icelandair, eða fyrir 179,6 milljónir króna, en bréf flugfélagsins stóðu nánast í stað eða í 1,49 krónum.

Krónan styrktist nema gagnvart pundinu

Íslenska krónan styrktist gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum sínum utan breska pundsins, sem styrktist gagnvart krónunni um 0,57%, og fæst nú á 174,19 krónur.

Mest var veiking evrunnar og dönsku krónunnar, eða um 0,32% gagnvart krónu, og fæst sú fyrrnefnda nú á 155,49 krónur og sú síðarnefnda fæst á 20,904 krónur.

Sænska krónan veiktist næst mest,

eða um 0,25%, niður í 15,433 krónur, en þar á eftir kom Bandaríkjadalur sem veiktist um 0,24% gagnvart krónunni og fæst nú á 127,91 krónu.