Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hefur hækkað um 0,65% í tæplega 600 milljóna króna viðskiptum dagsins og náði hún upp í 1.691,60 krónur í lok viðskiptadags. Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði einnig, eða um 0,05% í 1.340,74 stig í 3,8 milljarða viðskiptum.

Mest hækkun var á gengi bréfa Icelandair, eða um 1,30% í 81,5 milljón króna viðskiptum og náði gengi bréfanna 15,60 krónum. Næst mest hækkaði gengi bréfa Marel, eða um 1,16% upp í 347,50 krónur í 55 milljón króna viðskiptum.

VÍS stóð í stað

Bréf Sjóvá-Almennra trygginga lækkuðu hins vegar mest í virði eða um 0,62% í tæplega 13 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 24,20 krónur.

Næst mest lækkun var á gengi bréfa Tryggingamiðstöðvarinnar eða um 0,38% í 157 milljón króna viðskiptum. Það voru mestu viðskiptin með bréf í einu félagi, en gengi bréfanna er nú 32,50 krónur. Þriðja tryggingafélagið í Kauphöllinni, VÍS, stóð hins vegar í stað í rúmlega 7 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,5% í dag í 0,6 milljarða viðskiptum. Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði lítillega í dag í 2,6 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í litlum viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 2,6 milljarða viðskiptum.