*

þriðjudagur, 22. september 2020
Innlent 22. maí 2019 14:00

Sjóvá semur við Reiknistofu bankanna

Reiknistofa bankanna tekur við rekstri upplýsingatæknikerfa hjá Sjóvá.

Ritstjórn
Birna Íris Jónsdóttir forstöðumaður upplýsingatækni hjá Sjóvá, Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá, Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Reiknistofu bankanna og Magnús Böðvar Eyþórsson framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Reiknistofu Bankanna.
Aðsend mynd

Sjóvá hefur samið við Reiknistofu bankanna um rekstur á tækniinnviðum og notendaþjónustu. RB mun taka við rekstri allra upplýsingatæknikerfa og sinna almennri tækni- og vettvangsþjónustu við starfsfólk hjá Sjóvá. Að auki hefur Sjóvá samið við Deloitte á Íslandi um grunnrekstur SAP kerfa.

Birna Íris Jónsdóttir, forstöðumaður upplýsingartækni hjá Sjóvá:
„Með þessum samningi erum við að styrkja upplýsingatæknirekstur okkar enda þekkir RB vel til reksturs kerfa hjá eftirlitsskyldum fjármálafyrirtækjum. Við erum með þessu að taka stærra skref í úthýsingu en við höfum áður gert og getum því einbeitt okkur í enn meiri mæli að því að þróa stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini okkar.“

„Það er mjög ánægjulegt að Sjóvá hafi valið RB til að reka tækniinnviði félagsins. RB er leiðandi í framþróun og rekstri tæknilegra innviða fjármálakerfisins og veitir sérhæfða þjónustu fyrir fyrirtæki eins og Sjóvá sem gerir miklar kröfur til öryggis, uppitíma og þjónustu til sinna viðskiptavina. Við hlökkum til samstarfsins sem við teljum að skapi ávinning fyrir báða aðila," segir Magnús Böðvar Eyþórsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá RB.