*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 29. júní 2018 17:01

Sjóvá sendir frá sér afkomuviðvörun

Sjóvá hefur sent frá sér afkomuviðvörun vegna brunans sem varð í fiskeldisstöðinni á Núpum í Ölfusi.

Ritstjórn
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá
Haraldur Guðjónsson

Tryggingafélagið Sjóvá hefur sent frá sér afkomuviðvörun vegna brunans sem varð í fiskeldisstöðinni á Núpum í Ölfusi þann 27. júní síðastliðinn. 

Í tilkynningunni segir að ljóst sé að samsett hlutfall annars ársfjórðungs verður hærra en ráð var fyrir gert og stefnir í að verði um 106%. Frávikið er ekki aðeins tilkomið vegna brunans heldur skýrist jafnframt af bruna í Miðhrauni í byrjun apríl sem upplýst var um í fjárfestakynningu þann 14. maí síðastliðnum. Áhrif þessara tveggja tjóna eru talin um 9 prósentustig til hækkunar á samsettu hlutfalli fjórðungsins.

Þá eru horfur fyrir að samsett hlutfall 2018 verði 98%. 

„Nú þegar fjórðungurinn er að klárast er ljóst að afkoma af skráðum hlutabréfum verður neikvæð og afkoma af fjárfestingastarfseminni í heild jafnframt neikvæð og því töluvert undir væntingum," segir í tilkynningunni. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is