SJ Eignarhaldsfélag (gamla Sjóvá) afskrifaði 19,3 milljarða króna skuld Milestone og Földungs við félagið á síðasta ári. Milestone, fjárfestingarfélag Karls og Steingríms Wernerssona, var eigandi Sjóvár áður en félagið fór í þrot og átti auk þess Földung, sem áður hét Vafningur ehf., með bræðrunum Einari og Benedikt Sveinssonum.

Vátryggingaskuld Sjóvár við viðskiptavini sína, hinn svokallaði bótasjóður, nam 22,7 milljörðum króna í árslok 2008. Því nemur upphæðin sem Milestone og Földungur fengu lánaða hjá Sjóvá, og hefur nú tapast, um 85% af heildarvirði bótasjóðsins.

Auk þess töpuðust 10,5 milljarðar króna á svokölluðum fasteignafjárfestingum sem Milestone og aðilar þeim tengdir höfðu sett inn á efnahagsreikning Sjóvár. Þetta kemur fram í ársreikningi SJ Eignarhaldsfélags, sem áður hét Sjóvá, fyrir árið 2009. Milestone er gjaldþrota og Földungur er nánast eignalaust félag.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .