Sjúkrabill af Pontiac gerð, árgerð 1963, seldist á uppboði í Scottsdale Arizona á laugardaginn fyrir 132.000 dali, rúmar 15 milljónir króna.

Sjúkrabíllinn sem mögulega flutti John F. Kennedy
Sjúkrabíllinn sem mögulega flutti John F. Kennedy
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Verðið hefði að mati sérfræðinga verið margfalt hærra hefði uppboðshaldaranum að sýna fram á að John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna í hefði verið ekið í bifreiðinni í Houston í Dallas 22. nóvember 1963, daginn sem hann var myrtur.

Uppboðshaldaranum Barrett-Jackson of Arizona tókst aðeins að sýna fram á að bíllinn hafi verið í þjónustu hersins. Hvort hann hafi flutt Kennedy er ólíklegt að takist nokkurn tímann að sanna að mati Barrett-Jackson.

Kennedy fékk skot í höfuðið sem olli dauða hans en sjúkrabíllinn kann að hafa flutt lík Kennedy á Parkland sjúkrahúsið í Dallas. Talið er að skotið hafi verið minnst tveimur skotum á Kennedy og við seinna skotið hafi hann látið lífið.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af bílalestinni stuttu fyrir morðið á forsetanum.

John F. Kennedy og Jackie stuttu áður en Kennedy var skotinn.
John F. Kennedy og Jackie stuttu áður en Kennedy var skotinn.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)