*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 27. september 2016 11:11

Sjúkraflug jókst um þriðjung

Kostnaður og umfang sjúkraflugs jókst um þriðjung milli 2012 og 2015. Ríkisendurskoðun gagnrýnir seinagang ráðuneyta.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér eftirfylgniúttekt um sjúkraflug á Íslandi, þar sem stofnunin gagnrýnir seinagang og samskiptaleysi velferðarráðuneytisins og innanríkisráðuneytisins í málefnum sjúkraflugs.

Um þriðjungsaukning

Segir í skýrslunni að talsverð aukning hafi orðið í sjúkraflugi síðustu ár, en samkvæmt skriflegu svari heilbrigðisráðherra kom fram að árið 2015 voru farin 599 sjúkraflug hér á landi miðað við 452 árið 2012. Er það aukning sem nemur 32%.

Greiddu Sjúkratryggingar þar af 10 sjúkraflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Heildarkostnaðurinn hefur aukist samhliða þessu úr rúmum 259 milljónum króna árið 2012 í tæpar 350 milljónir króna árið 2015. Er það aukning upp á 35%, en kostnaður vegna lækna er innifalinn í þessum tölum.

Vilja vanda betur til útboða

Vísar stofnunin í skýrslu stofnunarinnar frá árinu 2013 um umfang, fyrirkomulag og þróun sjúkraflugs þar sem velferðarráðuneytið var hvatt til að vanda betur til útboða sjúkraflugs og ljúka vinnu vegna framtíðarstefnu í sjúkraflutningum.

Jafnframt var innanríkisráðuneytið hvatt til að taka formlega ákvörðun um hver aðkoma Landhelgisgæslunnar ætti að vera að sjúkraflugi.

Engin framtíðarstefna liggur fyrir

Er það mat Ríkisendurskoðunar að lítill gangur hafi verið í þeim málum sem varða sjúkraflug á undanförnum árum, fyrirhuguðu útboði hafi verið frestað og hvorki liggi fyrir framtíðarstefna um sjúkraflug né úttekt á kostum þess eða göllum að Landhelgisgæslan komi að því í meira mæli.

Engar nýjar viðræður hafi átt sér stað milli ráðuneytanna og Landhelgisgæslunnar um þessi mál, svo stofnunin telur rétt að ítreka allar ábendingar sínar frá 2013.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is