Skaðabótamál Glitnis gegn Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Guðmundar Hjaltasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, hefur verið fellt niður. Það var gert við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Þeir Lárus og Guðmundur voru ákærðir í svokölluðu Vafningsmáli og hlutu fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir áfrýjuðu málinu og fyrir um það bil mánuði síðan sýknaði Hæstiréttur þá.

Skaðabótamál Glitnis gegn þeim Lárusi og Guðmundi var höfðað  í tengslum við mál Vafningsmálið sem sérstakur saksóknari höfðaði.