Skaðabót­ar­mál slita­stjórn­ar Glitn­is gegn Jóni Ásgeir Jóhannessyni og átta stjórnendum Glitnis banka hef­ur verið fellt niður. Slita­stjórn­in taldi ákvörðun stjórnenda Glitnis að veita Baugi 15 millj­arða lán hafa valdið Glitni 6,5 millj­arða tjóni. Baug­ur notaði andvirði lánsins til að taka þátt í hluta­fjárút­boði FL Group.

Gerð hefur verið sátt í málinu og munu aðilar bera sinn málskostnað sjálfir. Einn málsaðila ætlar þó að láta reyna á málskostnaðinn. Glitnir ákvað að láta málið falla niður vegna þess að Sérstakur saksóknari hefur fellt niður mál sama efnis niður.

Slita­stjórn Glitn­ir höfðaði málið gegn Jóni Ásgeiri Jó­hann­es­syni, fyrr­ver­andi for­stjóra Baugs, Lár­usi Weld­ing, fyrr­ver­andi for­stjóra Glitn­is, og fyrr­ver­andi stjórn Glitn­is. Í henni sátu Þor­steinn Jóns­son, stjórnarformaður og stjórnarmaður í FL Group, Jón Sig­urðsson, for­stjóri FL Group, Skarp­héðinn Berg Stein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður FL Group, Pét­ur Guðmund­ar­son, fyrrverandi lögmaður hjá Logos, Björn Ingi Sveins­son, fyrrverandi for­stjóri Sax­bygg, Hauk­ur Guðjóns­son og Katrín Pét­urs­dótt­ir, for­stjóri Lýs­is. Stjórnin var sjálfkjörin en framboðsfrestur rann út 25 apríl 2007.

Málið hafði verið sett á dagskrá héraðsdóms eftir áramótin.