Á síðasta ári lauk verkhönnun veitu Skaftár um Langasjó í Tungnaá en sú framkvæmda er talin skila 465 GWst á ári og er að mati Landsvirkjunar mjög hagkvæm. Á síðasta ári lét Landsvirkjun framkvæma umfangsmiklar rannsóknir á vatnafari, aurburði og grunnvatni. Félagið sótti um rannsóknarleyfi vegna veitunnar í samræmi við raforkulög. Lokið var við frumhönnun 72 MW virkjunar í Hólmsá í Skaftártungu.

Unnið var að frumhönnun á 140 MW virkjunar Skaftár og mun því verki ljúka fyrri hluta árs 2005. Tvö síðastnefndu verkefnin voru unnin í samvinnu við RARIK.