Sveitarfélagið Skagafjörður hefur stefnt Lánasjóði sveitarfélaga vegna 115 milljóna króna gengisláns sem tekið var hjá Þróunarbanka Evrópuráðsins. RÚV greindi frá því í hádegisfréttum að fleiri sveitarfélög hafi tekið sambærileg lán en ekkert þeirra hefur stefnt Lánasjóðnum. Sveitarfélagið telur lánið, sem var notað til að greiða fyrir hitaveituframkvæmdir, vera ólögmætt.

Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, sagði í samtali við RÚV lánasjóðinn hafa frá árinu 2001 eingöngu endurlánað bein lán sem hann hafi tekið hjá erlendum lánastofnunum. Hann benti sömuleiðis á að fleiri sveitarfélög hafi fengið lán af sama tagi og því sem Skagafjörður fékk.