*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Erlent 5. mars 2015 12:51

Skakkaföll hjá Norwegian vegna verkfalla

Um 650 flugmenn hjá norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian Air Shuttle eru í verkfalli.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hætt var við öll flug norska flugfélagsins Norwegian Air Shuttle í gær eftir að 650 flugmenn félagsins lögðu niður störf vegna kjaradeilu við félagið. Um 35.000 farþegar misstu því af flugum sínum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, að því er kemur fram í frétt FT.

Gert er ráð fyrir því að kjaradeilan muni hafa áhrif á aðra 35.000 farþega í dag, en hætt verður við öll flug í Noregi og aðeins örfáar flugferðir verða farna í Danmörku og Svíþjóð.

Norwegian hefur reynt að halda kostnaði niðri, en í fréttinni segir að það reynist erfitt að keppa við félög eins og Ryanair og easyJet því launakostnaður sé meiri í Noregi en víðast annars staðar.

Forstjórinn, Bjørn Kjos, segir félagið hafa 2,1 milljarð norskra króna, andvirði um 36 milljarða íslenskra króna, í eigið fé og sé því ekki að fara á hausinn í dag eða á morgun, en hann segir að dæmi séu um að verkföll haldi áfram þar til fyrirtæki verða gjaldþrota. Frá föstudegi síðustu viku hefur gengi hlutabréfa Norwegian lækkað um 16%.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is