Skáklandið Ísland býr sig nú undir mestu hátíð ársins: Í dag hófst Reykjavíkurskákmótið í Hörpu og verður mótið sögulegt fyrir margra hluta sakir.

Hou Yifan
Hou Yifan

Allt stefnir í þátttökumet, bæði meðal íslenskra keppenda og útlendinga, og útlit fyrir að hátt í 200 meistarar af öllum stærðum og gerðum leiki listir sínar í Hörpu. Af erlendu keppendunum ber hæst að tvö alefnilegustu ungmenni heims mæta til leiks: Hin 17 ára gamla Hou Yifan frá Kína, sem borið hefur kórónu heimsmeistara kvenna síðan hún var 15 ára, og Fabiano Caruana, sem er stigahæsti skákmaður heims undir 20 ára aldri. Hann er jafnframt þriðji stigahæsti skákmaður sem nokkru sinni hefur heimsótt Ísland; aðeins Fischer og Kasparov hafa komið gegnum tollinn í Keflavík með fleiri dýrmæt Elo-stig..

Einsog lesendur Viðskiptablaðsins vita sigraði Hou Yifan á stórmótinu í Gíbraltar í janúar, en þar voru 55 stórmeistarar meðal keppenda. Þar tapaði hún ekki skák, þrátt fyrir að tefla við sjö meistara með meira en 2700 stig!

Nánar er fjallað um Reykjavíkurskákmótið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.