Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segist skammast sín fyrir að vera í sama flokki og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Þetta skrifaði hún í stöðuuppfærslu á Facebook í nótt.

Þar segir Guðfinna að húsnæðismálin séu „í rugli“ af því að ráðherrann taki ekki ráðgjöf, en nefnir þó ekki að hvaða leyti. Segir hún að Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson, þingmenn Samfylkingarinnar, hafi verið ömurlegir velferðarráðherrar en að það sé Eygló líka.

Stöðuuppfærsla Guðfinnu:

„Ok ég veit að ég má ekki segja það en Árni Páll og Guðbjartur voru ömurlegir velferðarráðherra en Eygló er það líka, skammast mín fyrir að vera sama flokki og þessi kona, húsnæðismálin eru í rugli af því að hún tekur ekki ráðgjöf.“