Citibank birti uppgjör fyrsta fjórðungs í gær sem leiddi í ljós að tap á tímabilinu nam 5,1 milljarði dala. Þessir fregnir glöddu hluthafa þar sem vænt tap bankans var meira en raun varð. Hins vegar hafa áhyggjur um eignasölu og minnkandi arðgreiðslur þar sem eiginfjárhlutfall bankans fer minnkandi.

Eiginfjárþáttur A bankans var 7,7% í lok mars, að því er kom fram í uppgjöri bankans í gær. Forsvarsmenn Citigroup hafa sagt að þeir þurfi 7,5% eiginfjárhlutfall til að telja sig örugga.

Bréf í bankanum hækkuðu um 4,5% í viðskiptum gærdagsins eftir tilkynnt var um 16 milljarða afskriftir.