Bandarískir bílaframleiðendur geta nú andað aðeins léttar næstu vikurnar vegna 17,4 milljarða dollara innspýtingar í formi lána. Léttir General Motors Corp. and Chrysler LLC kann þó að verða skammgóður ef ekki tekst að endurvekja eftirspurn eftir bílum á markaði.

The Detroit News greindi frá því í morgun að eftirspurnin eftir nýjum bílum hafi ekki verið slakari í Bandaríkjunum í 26 ár. Því sé ólíklegt að skammtímalán og niðurskurður á kostnaði dugi til að rétta bílaiðnaðinn í Detroit af. Segir blaðið að nýjustu spár um söluhorfur á nýjum bílum geri ráð fyrir að árið 2009 verði jafnvel enn lakara en árið 2008.

David Cole stjórnarformaður miðstöðvar bílarannsókna hjá Ann Arbor, segir í samtali við blaðið að ef hægt verði að bæta efnahagslífið almennt, þá gætu bílaframleiðendur sloppið við að kalla eftir frekari lánum. Segir blaðið að stóru þrír bílaframleiðendurnir,. GM, Chrysler og Ford verði nú að grípa til róttækra ráðstafana. Þeir verði fækka starfsfólki enn frekar og aðlaga kostnað að versnandi stöðu á nær blóðlausum markaði. Að öðrum kosti gætu þeir þurft að skríða aftur til stjórnvalda í Washington með beiðni um stóraukin lán.