„Ég hef sagt að meginvandi sveitarfélaga er tekjuvandi, ekki skuldavandi, það er reikningslegt dæmi,“ segir Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri í Grundarfjarðarbæ og bendir á að vel hafi tekist í rekstri bæjarins. Öllu lengra verði ekki gengið í þeim efnum.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Björn Steinar Pálmason

„Ég hef sagt að meginvandi sveitarfélaga er tekjuvandi, ekki skuldavandi, það er reikningslegt dæmi. Tekjuvandinn er erfiðari og þar höfum við lent í því að útsvar hefur minnkað mikið og eins hefur framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækkað gríðarlega þar sem tekjur hans hafa farið hlutfallslega lækkandi.

Björn Steinar segir að Grundarfjörður þurfi að óbreyttu meira en tíu ár til þess að ná 150% skuldaviðmiðinu. „Þetta er allt of skammur tími og ég benti á það á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í fyrra að miðað við þá framlegð sem verið hefði á rekstri Grundarfjarðar á árinu áður þá myndi það taka bæinn 59 ár að ná 150% markinu. Það er kannski eitthvað styttra núna en við erum að tala um mun lengri tíma en tíu ár miðað við óbreyttar forsendur.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.