Japanski bílaframleiðandinn Toyota ætlar sér að fjárfesta 600 milljónum dala og skap 400 ný störf á Indlandi. Líta má á fjárfestinguna sem einhverskonar svar við gagnrýni Trump á áætlunum fyrirtækisins í Mexikó.

Samkvæmt fjárfestingaráætlun fyrirtækisins, á að fjárfesta 10 milljörðum dala víðs vegar um heiminn á næstu fimm árum. Þessar 600 milljónir verða því dregnar úr þeim sjóði.

Nú þegar vinna um 5.100 starfsmenn við framleiðslu í bílaverksmiðju Toyota. Með því að bæta verksmiðjuna, verður þó hægt að auka afköst til muna og er því spáð að Toyota muni framleiða um 40.000 Highlander bíla á ári eftir stækkunina.