Fimm íslenskufræðingar, sem voru samtíða í námi við Háskóla Íslands, stofnuðu bókaútgáfuna Lesstofuna á dögunum. „Hugmyndin að útgáfunni varð til fyrir nokkrum árum og finnst okkur nú vera rétti tíminn til að láta hana verða að veruleika. Við eigum fullt erindi á íslenskan bókamarkað,“ segir Anna Lea Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Lesstofunnar.

Íslenskur bókamarkaður sérstakur

Eigendur fyrirtækisins eru allir í öðru starfi og er Lesstofan því hliðarverkefni fyrst um sinn.

Hugmyndin er að byggja reksturinn upp rólega og með skynsömum hætti. „Þetta er mikill skóli fyrir okkur, við þurfum að kynna okkur fyrirtækjarekstur og á sama tíma lærum við inn á íslenskan bókamarkað sem er bæði sérstakur og spennandi,“ segir Anna Lea. Auk hennar eru stofnendur Lesstofunnar Svavar Steinarr Guðmundsson, Þórunn Kristjánsdóttir, Þorsteinn Surmeli og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir. Margar hugmyndir Meðal þess sem Lesstofan hyggst leggja áherslu á er endurútgáfa verka sem lítið hefur farið fyrir í íslenskri bókmenntaumræðu – eða hafa beinlínis fallið í gleymsku.

Nánar má lesa um bókaútgáfuna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.