Miha Pogacnik ,fiðlusnillingur hélt í gær fyrirlestur fyrir stjórnendur og aðra gesti í Salnum í Kópavogi. Þessi fyrirlestur var einn af mörgum  í fyrirlestraröð á vegum verkefnisins Mannauður sem Háskólinn í Reykjavík  stendur að ásamt öðrum samstarfsaðilum.

Gestirnir voru spenntir að heyra hvað Miha hafði fram að færa. Svafa Grönfeld, rektor Háskólans í Reykjavík ávarpaði samkomuna í upphafi þar sem hún hvatti gesti til þess að hafa opin hug enda nálgun Miha nýstárleg og framandi fyrir mörgum. Miha hefur ferðast um allan heim með fiðluna að vopni og frætt stjórnendur helstu stórfyrirtækja heims um hvernig megi nota listræna sköpun við stjórnun. Hann var einbeittur, skemmtilegur og fullur af eldmóði þegar hann talaði um mikilvægi þess að hugsa út fyrir rammann og nota skapandi hugsun til þess að greina það sem er að gerast hverju sinni.

Hér er nokkrar myndir af gestum í góðu tómi fyrir fyrirlesturinn.