Birgit Fork, Þjóðverji sem búið hefur á Íslandi í sex ár, stendur á bak við fyrirtækið Creative Tours Iceland. Hún hefur unnið sem leiðsögumaður síðastliðið ár hjá litlu ferðaþjónustufyrirtæki og mun nú nýta þekkingu sína á landinu til að bjóða upp á einkaskoðunarferðir á jeppa á bæði þýsku og ensku. Skoð­ unarferðirnar eru hugsaðar fyrir barnafólk og skapandi fólk. Hún hefur áður unnið með börnum en vildi bjóða upp á ferðir fyrir alla fjölskylduna þar sem hugað er að því að börnum leiðist ekki.

Meðal þess sem boðið er upp á fyrir börn er skoðunarferð sem nefnist Volcano Kids og er sérstaklega skipulögð með það að augum að skemmta börnum. Keyrt er í gegnum Hvalfjörðinn og jörðin Bjarteyjarsandur, þar sem sauð­ fjárrækt er stunduð, er heimsótt. Þar geta börnin leikið sér með hestum, kanínum og lömbum. Einnig býður Birgit upp á skoð­ unarferðina Whalefjord þar sem Hvalasafnið er sótt heim. Svo er keyrt yfir í Borgarfjörðinn og með­ al annars komið við í Borgarnesi, Snorrastofu og hjá Barnafossi.

Birgit býður yfir sumarið upp á skapandi skoðunarferðir fyrir fólk sem vill mála úti, ljósmynda eða skrifa. Þar er fólki ekið út í öræfi, til dæmis úti í hrauni, til að leyfa listsköpuninni að flæða. Birgit telur að það sé eftirspurn fyrir þessu á íslenska ferðamarkaðnum. Hún er sjálf listmálari og hefur áður boðið upp á einkaferðir út í hraun þar sem fólk hefur málað landslagsmyndir. Hún hefur einnig farið með hópa í Jökulsárlón til að ljósmynda.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .