Sjónvarpsstöðin SkjárEinn hlaut nafnið Sjónvarp Símans í dag. SkjárEinn rann inn í Símann fyrir rúmu ári og var dagskráin gerð opin í október. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum.

Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að hið nýja nafn endurspegli umbyltinguna sem orðið hefur á stöðinni og ekki síst Símanum.

„Við viljum leggja áherslu á vörumerkið og sýn okkar um að verða leiðandi í afþreyingu, fjarskiptum og upplýsingatækni. Við kennum því stöðina við fyrirtækið,“ er haft eftir Orra í tilkynningunni.

Nafnabreytingarnar ná yfir allar sjónvarpsstöðvar og streymisveitur Símans sem áður voru kenndar við Skjáinn. SíminnBíó, SíminnKrakkar og SíminnHeimur eru því ný nöfn í safni Símans.