Skarphéðinn Orri Björnsson, forstjóri Algalíf, gefur kost á sér í 3-5 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

Skaphéðinn hefur lengi verið virkur í starfi Sjálfstæðsiflokksins og meðal annars verið varbæjarfulltrúi í alls 12 ár að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Áherslur Skarphéðins eru fyrst og fremst á aðhald og skynsamlega meðferð á fjármunum bæjarbúa. Að þess sé gætt að fjárhagur bæjarfélagsins sé ávallt sterkur og að svigrúm sé til að mæta áföllum. Hann telur að það hafi tekist afskaplega vel til á þessu kjörtímabili. Skuldahlutföll hafa lækkað verulega, og  heildarskuldir lækkað í krónum talið. Það skiptir gríðarlega miklu máli.

Skarphéðinn leggur áherslu á að lóðaframboð verði fyrirsjáanlegt og stöðugt svo bæði fyrirtæki og einstaklingar viti hvað er í bígerð og hversu mikið framboðið verður.