Skarphéðinn Berg Steinarsson, sem var um árabil forstjóri Iceland Express, hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Hann tekur við starfinu af Margréti Helgadóttur. Túristi greinir frá þessu.

Ferðaskrifstofa Íslands rekur meðal annars Úrval útsýn og Plúsferðir. Hún er í eigu Pálma Haraldssonar sem var aðaleigandi Iceland Express áður en WOW air keypti reksturinn árið 2012.