Vopnaður maður stal skartgripum fyrir að andvirði 40 milljónum evra eða tæpum 6,4 milljarða króna í Cannes í Suður-Frakklandi í morgun. Þetta kemur fram á BBC .

Þjófurinn rændi skartgripunum af skartgripasýningu á Carlton hótelinu í bænum. Hann komst á brott með skartgripina í skjalatösku en ekki er enn ljóst hver eigandinn er. Carlton hótelið er staðsett í fínasta hverfi Cannes.

Ránið er það stærsta í röð skartgriparána í bænum síðustu mánuðina.