*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 7. nóvember 2019 09:28

Skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa

Frumvarp verður lagt fyrir Alþingi í næstu viku, en með því yrðu skattalegir hvatar til hlutabréfakaupa fyrir almenning innleiddir.

Ritstjórn
Óli Björn Kárason.
Haraldur Guðjónsson

Stór partur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins hyggst í næstu viku leggja fram frumvarp þar sem skattalegir hvatar til hlutabréfakaupa fyrir almenning eru innleiddir. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, greinir frá þessu í viðtali við Fréttablaðið.

Í samtali við Fréttablaðið segir Óli Björn að íslenski hlutabréfamarkaðurinn sé ekki nægilega öflugur. Það hafi verið bent á hversu stórt hlutverk lífeyrissjóðirnir leika á íslenskum hlutabréfamarkaði, en hann telji þó að verkefnið snúist ekki um að draga úr þátttöku lífeyrissjóðanna á markaðnum heldur efla og auka þátttöku annarra fjárfesta og almennings. Þetta sé hægt að gera með því að innleiða hér að nýju skattalega hvata til hlutabréfakaupa fyrir almenning. 

Þá segist Óli Björn ekki búast við því að frumvarpið mæti mikilli mótstöðu á Alþingi.