Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins, var haldinn að Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 10. janúar. Mikill áhugi var á fundinum og var troðfullur salur af áhugasömu skattafólki enda áhugaverð dagskrá að venju.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra setti fundinn og hélt áhugavert erindi um skattamál almennt og einnig framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar á skattkerfið. Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri NOX Medical, flutti erindi um skattalega hvata fyrir hátæknifyrirtæki í alþjóðaviðskiptum. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skattaog lögfræðisviðs Deloitte, fjallaði um áhrif skattabreytinga á fólk og fyrirtæki. Heimir Þorsteinsson, fjármálastjóri Actavisá Íslandi, flutti erindið „Okkar hlið á skattapeningnum“ og Jörundur Hartmann Þórarinsson, hjá skatta- og lögfræðisviði Deloitte, fjallaði um skattlagningu milli landa og hvað bæri að hafa í huga í þeim efnum. Fundinum stýrði Hulda Bjarnadóttir,

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .