Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að rannsakendur í New York munu fá aðgang að skattaframtali forsendans. Trump hefur reynt að koma í veg fyrir heimildina en málið hefur verið töluvert lengi til umfjöllunar.

Niðurstaða dómsins voru sjö atkvæði gegn tveimur, Manhattan í vild, og því ljóst að rannsakendum verður leyft að skoða hvort Trump eða einhver af fyrirtækjum hans hafi brotið gegn lögum ríkisins. Business Insider segir frá.

Héraðsdómur dæmi einnig gegn Trump í öðru máli. Þá hafði hann kært endurskoðendafyrirtæki sitt og banka sem hygðust gefa upp skattaframtal forsetans. Niðurstaða dómsins var álíka, sjö atkvæði gegn tveimur, Trump í óþökk.

Í fyrra málinu er haft eftir lögmanni Trump að forsetinn skuli vera ónæmur undanþeginn öllum glæparannsóknum eða lögsóknum á meðan hann gegndi embætti. Ummælin eru talin fordæmalaus.