Barack Obama Bandaríkjaforseti hyggst leggja fram framvarp, jafnvel á morgun, byggt á hugmyndum Warren Buffett um hátekjuskatta.

Barack Obama og Warren Buffett ræðast við í Hvíta húsinu.
Barack Obama og Warren Buffett ræðast við í Hvíta húsinu.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Samkvæmt vef Wall Street Journal mun frumvarpið hafa áhrif á þá sem hafa yfir eina milljón Bandaríkjadala í árstekjur.


Buffett og Obama hafa hist í Hvíta húsinu og ítrekað talað saman í síma að undanförnu.


Hugmyndir Buffett hafa sætt gagnrýni

Frá því Warren Buffett, sem er næst ríkasti maður Bandaríkjanna, skrifaði grein í New York Post í ágúst um að hinir efnameiri greiði lægra hlutfall tekna sinna í skatta hafa margir gagnrýnt sjónarmið fjárfestisins.

Ekki síst hefur komið fram í Wall Street Journal sem hefur í áratugi verið eftirlætis blað Buffett. Í grein í blaðinu um miðjan ágúst segir að Buffett gleymi áhrifum tvískattlagnar þegar hann segir skatthlutfall sitt vera 17,4%.

Fyrirtæki í eigu The Berkshire Hathaway hafa verið skattlögð með 35% tekjuskatti áður en Buffett hefur tekið út arðinn í fjárfestingarfélagi sínu.  Hann er skattlagður með 15% fjármagnstekjuskatti. Því sé skattprósenta Buffett nær því að vera 45% en ekki 17,4%. Þar af leiðandi greiði hann hærra hlutfall tekna sinna í skatta en lágtekju- og millitekjufólk.

Í upphafi greinarinnar er vitnað í Barney Kilgore, útgefanda WSJ sem víkkaði útbreiðslu blaðsins til allra ríkja Bandaríkjanna.

Þegar hann var spurður hvers vegna svo margir efnamenn styðja háa skatta svaraði hann "Það er einfalt. Það er vegna þess að þeir eru orðnir ríkir". Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér .

Warren Buffett.
Warren Buffett.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)