Áhrif skattahækkana og gjaldabreytinga ríkisins á vísitölu neysluverðs eru um 1,63% á tímabilinu febrúar 2009 til 1. janúar 2012. Verðtryggð lán íslenskra heimila hafa hækkað sem því nemur eða um nærri 23 milljarða vegna skattahækkana.

Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur þingmanns um verðtryggð lán íslenskra heimila og fyrirtækja. Almenn vörugjöld eru ekki meðtalin í svari ráðherrans þar sem Hagstofan greinir áhrif þeirra ekki með beinum hætti í vísitölu neysluverðs.

Samkvæmt tölum Seðlabankans er áætlað að verðtryggð lán fyrirtækja og eignarhaldsfélaga hafi numið um 282,2 milljörðum í lok árs 2011. Hækkunin á tímabilinu nemur samlvæmt því um 4,6 milljörðm króna.