Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Katrínu Jakobsdóttur og Vinstrhreyfinguna-grænt framboð vera á harðahlaupum undan eigin skattastefnu.

Segir Óli Björn flokkinn vilja auka skattheimtu um alls 334 milljarða króna „eða nær eina milljón á hvert mannsbarn.“ Þetta kemur fram í aðsendri grein Óla í Morgunblaðinu í dag þar sem hann vísar í umræður á þingi frá í maí síðastliðnum um fjármálaáætlun næstu fimm ára.

„Um leið var stefnan sett á að auka útgjöld ríkissjóðs um 295 milljarða,“ segir Óli Björn. „Vinstri grænir vildu stórhækka skatta og auka útgjöld gríðarlega. Í aðdraganda kosninga vill formaður Vinstri grænna sem minnst ræða um skattahugmyndir flokksins og gefur út þá yfirlýsingu að skattar verði ekki hækkaðir á almenning en það verði „hliðrað“ til í skattkerfinu.“

Tekjuskatturinn fór úr 35,72% í allt að 46,22%

Óli Björn segir formann VG ekki vilja gefa kjósendum skýra mynd af skattaáformum flokksins og því leitar hann aftur til sögunnar og listar upp þær breytingar sem flokkurinn lét gera síðast þegar hann var í ríkisstjórn.

„Árið 2008 var tekjuskattsprósentan 22,75% og meðalútsvar 12,97%,“ vísar Óli Björn til áður en ríkisstjórn VG og Samfylkingar kollvarpaði kerfinu sem saman gerir 35,72% heildarskatthlutfall.

Eftir stjórnarsetu flokkanna árin 2009 til 2013 leit tekjuskattskerfið og aðrir hlutar kerfisins hins vegar þannig út:

  • 22,90% af tekjum 0 - 241.475 kr + 14,42% meðalútsvar: Alls 37,32%
  • 25,80% af tekjum 241.476-739.509 kr + 14,42% meðalútsvar: Alls 40,22%
  • 31,80% af tekjum yfir 739.509 kr. + 14,42% meðalútsvar: alls 46,22%
  • Heimild til frádráttar iðgjalda frá tekjuskattsstofni vegna viðbótarlífeyrissparnaðar var lækkuð um helming; fór úr 4% í 2%.
  • Fjármagnstekjuskattur einstaklinga var hækkaður í áföngum árin 2010 og 2011, fyrst úr 10% í 18% og síðan 20%
  • Auðlegðarskattur lagður á, sem átti að vera til þriggja ára, var í upphafi 1,25% á eignir einstaklinga yfir 90 milljónir að frádregnum skuldum en 120 milljónir hjá hjónum/sambýlisfólki. Síðan rekur hann hvernig skatthlutfallið var hækkað í 1,50% og frímörk eigna lækkuð. Síðan kom nýtt þrep sem skattlagði eignir yfir 200 milljónir um 2%.
  • Almenna virðisaukaskattþreipið var hækkað úr 24,5% í 25,5%
  • Hlutfall erfðafjárskatts hækkað úr 5% í 10% auk hækkunar á fríeignamörkum
  • Óli Björn nefnir einnig umtalsverðar hækkanir á olíu-, bensín- og bifreiðagjöldum.

Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svo tekið við árið 2013 hafi tekið langan tíma að lagfæra kerfið og enn sé mikið sem eigi eftir að gera eftir að skattkerfið hafi verið eyðilagt með um 200 lagabreytingum.

„Skattar á fyrirtæki voru hækkaðir, skattar á launafólk einnig og innleiddur markþrepa tekjuskattur sem fórst fór með millistéttina,“ segir Óli Björn um skattabreytingar Vinstri grænna og Samfylkingar.

„Tryggingargjaldið var hækkað í 7% og loks í 8,65%. Elda fólk varð sérstaklega fyrir barðinu á því þegar lagður var á auðlegðarskattur - eignaupptökuskattur-þar sem einstaklingar urðu að sæta því að greiða jafnvel hærri skatta en nam tekjum.

Auðlegðarskatturinn lagðist einnig þungt á sjálfstæða atvinnurekendur sem neyddust til að ganga verulega á eigið fé eða stofna til skulda til að standa undir skattgreiðslum.“

Síðan listar hann upp það sem nú þegar hafi verið gert til að bæta kerfið sem nú sé í hættu:

  • Neðra þrep tekjuskatts einstaklinga var lækkað
  • Milliþrep tekjuskatts var afnumið
  • Almenn vörugjöld voru felld niður
  • Efra þrep virðisaukaskatts lækkaði úr 25,5% í 24%.
  • Tollar feldir niður af flestum vörum
  • Tryggingargjald lækkað úr 7,69% í 6,85%
  • Skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa tengdra nýsköpun gefinn
  • Skattleysi séreignasparnaðar vegna íbúðarkaupa.
  • Þak á kostnað sjúklinga með greiðsluþátttökukerfi

Óli Björn segir valkostina skýra og öllum megi vera ljóst að skattar og álögur hækki ef ríkisstjórn vinstri flokkana taki við eftir kosninga.„Eina fyrirstaðan er Sjálfstæðisflokkurinn.“