Félag Vilhjálms Þorsteinssonar, fjárfestis og fyrrverandi gjaldkera Samfylkingarinnar, Meson Holding S.A. hafði verulegt skattalegt hagræði af staðsetningu sinni í Lúxemborg samanborið við Ísland. Félagið mun hafa verið svokallað 1929 félag, eða eignarhaldsfélag sem stofnað var á grundvelli löggjafar um eignarhaldsfélög frá árinu 1929.

Félög sem féllu undir ákvæði laganna greiddu ekki tekjuskatt, heldur greiddu árlegt gjald sem nam 0,2% af eigin fé félagsins, burtséð frá því hver hagnaður félagsins var. Að sama skapi var ekki haldið eftir afdráttarskatti þegar arðrur var greiddur út úr félaginu. Þetta fyrirkomulag taldi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ósamrýmanlegt lögum Evrópusambandsins.

Því breyttu stjórnvöld í Lúxemborg lögunum og tóku breytingarnar gildi 1. janúar 2007. Þau félög sem stofnuð höfðu verið fyrir þann tíma nutu skattfríðindanna fram til 31. desember 2010.

Í Morgunblaðinu í morgun kemur einmitt fram að hlutverk Meson Holding hafi verið endurskilgreint í mars 2010.

Á árunum 2000 til 2010 greiddi félagið hins vegar ekki tekjuskatt, heldur aðeins áðurnefnd 0,2% gjald á eigið fé.