Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er ekki hress með hugmyndir um frekari hækkun á fjármagnstekjuskatti og álagningu auðlegðarskatts. Á sama tíma séu menn að ræða áætlanir um afnám gjaldeyrishafta.

„Þarna finnst mér að stjórnvöld verði að ákveða í hvorn fótinn þau ætla að stíga. Ef það á að hækka skatta á fjármagn í landinu og afnema síðan gjaldeyrishöft, þá er frekar augljóst hvað gerist. Það er alveg ljóst að ef menn skattleggja fjármagnið of mikið þá fer það úr landinu. Þá skiptir engu hvaða lífskoðun menn hafa, það gerist bara."

Nefnir Almar einnig áhyggjur sinna félagsmanna yfir hækkunum á öðrum sköttum og gjöldum eins og tryggingagjaldi. Launatengdu gjöldin séu orðin svo há að þau séu farin að fæla fólk frá að ráð fólk í vinnu eins og vegna átaks stjórnavalda um viðhaldsverkefni. Þá séu fyrirtækin, einkum þjónustufyrirtæki, farin að líta á að fækka starfsfólki til að spara þennan launatengda kostnað í rekstrinum. Því verði til vítahringur þar sem atvinnulausum fjölgar og tryggingagjöld sem eiga að fjármagna Atvinnuleysistryggingarsjóð skila sér ekki.

- Sjá nánar viðtali við Almar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.