*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 14. nóvember 2021 14:21

Skattaívilnanir lykilatriði

Skattaívilnanir fyrir einstaklinga vegna hlutabréfakaupa munu að óbreyttu renna út á árinu.

Guðný Halldórsdóttir
Thor Thors segir áframhaldandi skattaívilnanir vera eina af lykilforsendunum fyrir þátttöku almennings.
Haraldur G. Thors

Tæknifyrirtækið Kóði stefnir í samstarfi við Fjártækniklasann um opnun fjármögnunarvettvangs fyrir sprotafyrirtæki þar sem almenningi mun gefast kostur á að fjárfesta í slíkum fyrirtækjum. Thor Thors, framkvæmdastjóri Kóða segir áframhaldandi skattaívilnanir þó vera eina af lykilforsendunum fyrir þátttöku almennings .

Árið 2016 var komið á fót sérstöku ríkisstyrkjakerfi um skattafrádrátt einstaklinga vegna hlutabréfakaupa með því markmiði að auka aðgengi að fjármagni fyrir smærri fyrirtæki í vexti og stuðla þannig að aukinni samkeppnishæfni og nýsköpun.

Kerfið gerir einstaklingum kleift að nýta sér skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa í formi frádráttar frá tekjuskattsstofni að viðbættum fjármagnstekjum vegna fjárfestinga á árunum 2016-2021, en afslátturinn nemur 50% af fjárfestingunni á hverju ári. Frádrátturinn hefur gert fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum, sem skilgreina má sem umtalsverðar áhættufjárfestingar, álitlegri fyrir einstaklinga. Ívilnunin rennur hins vegar að óbreyttu sitt skeið frá og með áramótum og gæti hvati einstaklinga til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum því verið minni frá og með næsta ári.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér