Þorsteinn Hjaltested, skattakóngur Íslands til tveggja ára, deilir við slitastjórn Glitnis um upphæð krafna sem hann lýsti í þrotabú bankans. Ekki liggur fyrir um hversu háar fjárhæðir er að ræða. Ágreiningsmál Þorsteins gegn slitastjórninni verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag.

Þorsteinn er eigandi Vatnsendajarðarinnar í Kópavogi og komst í álnir þegar byggingaframkvæmdir hófust á Vatnsenda. Hann greiddi rúmar 160 milljónir króna í opinber gjöld árið 2010 og 185 milljónir króna í hittifyrra.

Ágreiningsmál Þorsteins gegn slitastjórn Glitnis er síður en svo eina málð sem hann rekur fyrir dómstólum. Eins og vb.is hefur margoft fjallað um áður telja ættingar Þorsteins hann ekki réttmætan eiganda Vatnsendajarðarinnar og hafa þeir stefnt honum, systur hans og móður fyrir dóms vegna þessa. Þau telja að eignin teljist til dánarbús Sigurðar Kristjáns Hjaltested, afa Þorsteins.

Hvorki Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson né slitastjórn Glitnis vildu tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.